Katrín Theodórsdóttir
Lögmaður
ktheodors@viklaw.is
Katrín Theodórsdóttir hefur verið í lögmennsku frá árinu 2001, fyrst á Lögron – Lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis og á VÍK Lögmannsstofu frá apríl 2017.
Katrín hefur flutt á annað hundrað forsjármála fyrir íslenskum dómstólum og verið heppin með góðan árangur. Skipulag fjármála við stofnun hjúskapar/sambúðar svo og fjárskipti vegna hjónaskilnaðar eða slita á óvígðri sambúð hefur verið fyrirferðarmikill þáttur starfa Katrínar og gerð erfðagerninga. Þá hefur Katrín góða þekkingu á fasteignum og fasteignakaupum og er með réttindi á sviði fasteignasölu.
Katrín hefur yfirgripsmikla þekkingu á sviði umhverfisréttar og hefur á því sviði unnið með lögin um mat á umhverfisáhrifum, vega- og skipulagslög, náttúruverndarlög og lögin um framkvæmd eignanáms. Starfið á sviði umhverfisréttar reynir oftar en ekki á framkvæmd vegagerðar eða byggingu vatnsorkuvirkjana eða nýtingu jarðvarma.
Katrínu eru mannréttindamál hugleikin og hefur hún langa reynslu af starfi fyrir útlendinga sem sækja hér um alþjóðlega vernd á grundvelli flóttamannaréttar og aðra þá sem sækja hér um dvalar- og atvinnuleyfi. Vinna með útlendingalögin útheimtir góða þekkingu á stjórnsýslurétti.
Menntun og starfsferill
Katrín útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1990 og öðlaðist málflutningsréttindi 1994.
Katrín starfaði við lögfræðistörf hjá fasteignasölunni Kjöreign meðfram námi sínu og eftir að hún útskrifaðist til ársins 1994.
Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Þjóðvaka á Alþingi Íslands frá stofnun hans árið 1994-1996 og framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna frá 1996-1999.
Í maí 2000 útskrifaðist hún frá Unitversity of San Francisco School of Law með mastersgráðu í alþjóðalögum og samanburðarlögfræði. Árið 2000-2001 lagði hún stund á umhverfisrétt í Pace Univerity School of Law í White Plains, New York.
Seta í nefndum og stjórnum.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður frá 2007-2009 og Reykjavíkurkjördæmis norður frá 2009-2017, oddviti frá 2009-2013 og í yfirkjörstjórn vegna borgarstjórnarkosninga frá 2010.
Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, s.s. nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga 2010-2011, úrskurðarnefnd frísundarhúsamála, formaður 2008-2010, landsnefnd um mannúðarrétt 2008-2009.
Félagsstörf
Var í stjórn Félags kvenna í lögmennsku frá 2006-2010, formaður frá 2008-2010.
Var lögfræðingur í Kvennaráðgjöfinni frá 1982-1990, í stjórn Kvennaathvarfsins 1989-1990 og lögfræðingur Félags einstæðra foreldra frá 1989-2015.
Sat í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2013-2015 og ýmsum prófkjörs- og úrskurðarnefndum fyrir Samfylkinguna frá 2004. Sat í stjórn Græna netsins frá 2007-2015.