Eiríkur S. Svavarsson

hrl. LL.M.
eirikur@viklaw.is

Eiríkur S. Svavarsson hrl. hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum. Hann starfaði áður sem lögmaður hjá borgarlögmanni og hjá Landsvirkjun en hefur síðasta áratug verið sjálfstætt starfandi lögmaður.

Eiríkur hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði orkuréttar og orkumála, viðskiptalöggjafar vegna fjárfestinga fyrirtækja, löggjafar sem snýr að sveitarfélögum og löggjafar á sviði skuldaskila og fjárhagslegrar endurskipulagningar auk málflutningsstarfa.

Eiríkur starfaði á vegum íslenskra ríkisins við greiningu og framkvæmd aðgerðaáætlunar til afléttingar fjármagnshafta í samstarfi við erlenda ráðgjafa og fleiri aðila.

Eiríki hefur áunnist veruleg alþjóðleg reynsla í ráðgjafarstörfum sínum til orku- og fjármálafyrirtækja, verkefna vegna erlendra fjárfestinga á Íslandi og erlendis og hefur víðtæka reynslu í gerð ýmissa viðskiptasamninga.

Eiríkur lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk LL.M. gráðu í alþjóðlegri viðskiptalögfræði við University of Manchester árið 2004.

Eiríkur varð héraðsdómslögmaður í júní 1999 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 2011. Eiríkur hefur sinnt stundakennslu á sviði réttarfars við Háskóla Íslands og á sviði orkuréttar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá hefur Eiríkur gengt trúnaðarstörfum fyrir ýmsar nefndir og setið í stjórnum fyrirtækja.