Bjarnveig Eiríksdóttir

Lögmaður
bjarnveig@viklaw.is
Sími: 515 0204
Farsími: 691 8701

Bjarnveig Eiríksdóttir veitir ráðgjöf til innlendra sem erlendra fyrirtækja og stjórnvalda um löggjöf er lýtur að starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og annast samskipti við innlenda og erlenda eftirlitsaðila, s.s. neytendastofu, samkeppniseftirlitið, kærunefndir í stjórnsýslunni og eftirlitsstofnun EFTA. Hún kennir evrópurétt við HÍ og er í Moves sem er sérfræðinganefnd á vegum ESB á sviði frjálsrar farar launþega í EES.

Bjarnveig sinnir einnig almennum lögmannsstörfum, s.s. á sviði persónu-, fjölskyldu- og erfðaréttar, sér um faðernis- og vefengingarmál, gerð erfðaskráa og kaupmála sem og hagsmunagæslu í lögræðissviptingarmálum.

Bjarnveig sinnir lögmannsstörfum og ráðgjöf jafnt á ensku sem íslensku og hefur góðan skilning á norsku og dönsku.

Bakgrunnur:

Bjarnveig hefur víðtæka reynslu af störfum í stjórnsýslunni hérlendis sem erlendis og var um árabil sérfræðingur á tekju– og lagasviði fjármálaráðuneytisins og hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel þar sem hún var staðgengill skrifstofustjóra Laga– og stjórnsýsluskrifstofu. Bjarnveig hefur sinnt lögmannsstörfum í héraðsdómi og fyrir EFTA dómstólnum og Evrópudómstólnum. Hún starfaði um tíma hjá Umboðsmanni Alþingis og hjá utanríkisráðuneytinu þar sem hún sat fundi alþjóðlegra samninganefnda á sviði tolla og viðskipta.

Bjarnveig hefur sinnt kennslu og verið prófdómari í evrópurétti um árabil og er aðjúnkt í evrópurétti við Háskóla Íslands. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið á sviði evrópuréttar.

Lagadeild Háskóla Íslands – embættispróf í lögfræði (Cand. Jur.) 1984.

Málsflutningsréttindi fyrir héraðsdómi  1987.

Háskólinn í Edinborg -  LLM í evrópurétti og alþjóðaviðskiptarétti 1994. 

Félags- og trúnaðarstörf:

  • Málskotsnefnd Menntasjóðs (áður LÍN) – formaður síðan 2010

  • Yfirskattanefnd – nefndarmaður síðan 2015

  • Kærunefnd útlendingamála – nefndarmaður síðan 2019

  • Endurskoðendaráð – formaður 2009-2013

  • Eftirlitsstofnun EFTA – varamaður í stjórn 2007-2013

  • Félag kvenna í lögmennsku – stjórn 2008-2010