Anna Tómasdóttir
Lögfræðingur
at@viklaw.is
Anna Tómasdóttir hefur starfað hjá VÍK lögmannsstofu frá árinu 2011. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2011. Einnig dvaldi hún við laganám í evrópskum hugverkarétti í Stokkhólmsháskóla árið 2010. Anna lauk BA-prófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2009.
Samhliða námi starfaði Anna hjá Latabæ ehf. í ýmsum deildum fyrirtækisins, m.a. fjármáladeild og markaðsdeild, en allt frá árinu 2006 á lögfræðisviði. Að loknu laganámi árið 2011 hóf Anna störf hjá VÍK lögmannsstofu og var þar í hálfri stöðu til móts við hálft starf sem lögfræðingur hjá Latabæ. Um mitt ár 2012 lét hún af störfum hjá Latabæ.
Helstu starfssvið:
Í lögfræðistörfum sínum hefur Anna mest fengist við ráðgjöf og samninga á sviði afþreyingariðnaðar (e. entertainment industry) og nýsköpunar, með megináherslu á hugverkarétt og upplýsingatæknirétt.
Sem dæmi um verkefni af þessu tagi eru samningagerð og ráðgjöf vegna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu, tónlistarútgáfu, réttindasamninga fyrir listamenn, nytjaleyfismála (e. licensing), hönnunar, hugbúnaðarþróunar og dreifingar, þróunar og útgáfu tölvuleikja, og ýmsir aðrir samningar á þessu sviði. Anna sinnir ennfremur ráðgjöf um vörumerki og skráningu á þeim á alþjóðlega vísu. Hún hefur einnig komið að verkefnum vegna ágreiningsmála um hugverkarétt og úrlausn þeirra.